top of page

Á þessari síðu má finna námsefni og verkefni sem ætluð eru fyrir nemendur á framhaldsskólastigi. Námsefnið hentar vel í áföngum á öðru þrepi og sum verkefnanna má auðveldlega aðlaga áföngum á þriðja þrepi. 

 

Námsefnið hentar best í kennslu þar sem áhersla er á verkefnamiðað nám. 

 

Þessi síða er hugsað sem eins konar hlaðborð sem kennarar geta valið af eftir því sem hentar. Námsefnið er flokkað í fjóra efnisflokka og hentar til dæmis að nota námsefnið í heild sinni í inngangsáfanga í umhverfisfræði þar sem áfanganum væri skipt upp í fjórar lotur sem endurspegluðu þessa efnisflokka. Önnur leið er eins og áður segir að nýta hluta námsefnisins og velja þá efnisflokka og/eða þau verkefni sem best henta.  

 

Allt námsefnið hefur verið kennt í umhverfisfræðiáföngum við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ.

 

Allar ábendingar um námsefnið eru vel þegnar.

 

Marta G. Daníelsdóttir

marta.g.danielsdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

bottom of page