top of page

Þetta verkefni hentar vel til að kynna/rifja upp hugtök sem tengjast gróðurhúsaáhrifum og loftslagsbreytingum. Nemendur lesa sér til eða horfa á fræðslumyndband og svara svo spurningum.

Í þessu verkefni kynnast nemendur hugtakinu "kolefnisjöfnun". Nemendur lesa nokkra stutta texta og vinna því næst verkefni.

Í verkefninu fá nemendur tækifæri til að kynna sér kosti í eldsneytismálum aðra en bensín og díselolíu.

Í þessu verkefni fá nemendur tækifæri til að lesa sér til um ólíka þætti sem tengjast gróðurhúsaáhrifum og vinna svo verkefni.

Í verkefninu framkvæma nemendur skoðanakönnun þar sem áherslurnar eru á gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar. Það er heppilegt að vinna þetta verkefni eftir að nemendur hafa fengið tækifæri til að vinna með hugtök tengd gróðurhúsaáhrifum.

Í verkefninu áætla nemendur með útreikningum út hve mikið sjávarborð hækkaði ef allir jöklar bráðnuðu

Í verkefninu útbúa nemendur myndband þar sem þeir lýsa því hvernig einstaklingurinn getur haft áhrif á loftslagsbreytingarnar. Það er heppilegt að vinna þetta verkefni eftir að nemendur hafa fengið tækifæri til að vinna með hugtök tengd gróðurhúsaáhrifum og loftslagsbreytingum.

bottom of page