top of page

Í verkefninu taka nemendur viðtal við einstakling af eldri kynslóðinni með það fyrir augum að komast að því hvort lifnaðarhættir voru meira í anda sjálfbærrar þróunar áður fyrr en nú. 

Markmið verkefnisins "Umhverfisdagbók" er að gera nemendur meðvitaðri um áhrif einstaklingsins á umhverfi sitt. 

Í verkefninu nota nemendur það sem við almennt flokkum sem rusl til að búa til nytjahluti með það fyrir augum að skapa verðmæti úr sorpi.

Í þessu verkefni horfa nemendur á stutt myndband og velja sér eftir það spurningar til að svara. Spurningarnar tengjast allar neysluvenjum  og/eða sjálfbærri þróun.

Þetta verkefni hentar vel sem inngangur að umræðum um úrgang, endurnýtingu og endurvinnslu.

Í verkefninu bera nemendur saman Staðardagskrá 21 tveggja sveitarfélaga.

Í verkefninu útbúa nemendur spil þar sem þeir koma þekkingu sinni í umhverfisfræði á framfæri. Það er heppilegt að vinna þetta verkefni eftir að nemendur hafa haft tækifæri til að kynna sér hugtök tengd sjálfbærri þróun.

Í verkefninu vinna nemendur með þá hugmynd að sjálfbær þróun byggi á þrem ólíkum þáttum; efnahagsþáttum, umhverfisþáttum og félagslegum þáttum.

bottom of page